Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel Kári kvaddur
Samúel umvafinn gjöfum.
Föstudagur 22. mars 2013 kl. 07:33

Samúel Kári kvaddur

Keflvíkingurinn ungi Samúel Kári Friðjónsson, er á leið til Englands þar sem hann gengur til liðs við enska knattspyrnuliðið Reading. Samúel Kári sem er 17 ára hefur verið að spila vel með Keflvíkingum á undirbúningstímabilinu en hann á einnig að baki nokkurn fjölda unglingalandsleikja fyrir Íslands hönd.

Áður en Samúel Kári hélt út til Englands á dögunum  héldu Keflvíkingar kveðjuhóf fyrir hann í félagsheimili Keflavíkur að Sunnubraut. Þar söfnuðust saman leikmenn 2. flokks Keflavíkur/Njarðvíkur og leikmenn 3. flokks Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hópurinn horfði saman á leik Barcelona og AC Milan í meistaradeild Evrópu.  Í hálfleik var Samúel síðan kallaður upp og honum afhentar nokkrar gjafir til þess að minna hann á tímann sem hann hefur átt með Keflavík. Samúel voru færðar gjafir frá liðsfélögum sínum, m.a. Keflavíkur sængurver og mynd af leikmönnum 2. flokks.