Samúel Kári á skotskónum með landsliðinu
U19 landslið karla í knattspyrnu vann 3-0 sigur á Svíum í gær þar sem Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson skoraði fyrsta mark leiksins. Auk Samúels léku Grindvíkingurinn Daníel Léo Grétarsson og Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson í leiknum.
Mörkin úr leiknum má sjá hér á síðu Fótbolta.net, en Samúel skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu þar sem hann var einn og óvaldaður á fjærstöng.