Samúel í landsliðshópinn gegn Indónesíu
Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson var einn af fjórum nýliðum sem valdir voru í landsliðshópinn í knattspyrnu sem leikur vináttuleiki gegn Indónesíu dagana 10.-14. janúar nk. Ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða og því er landsliðshópurinn mikið breyttur.
Auk Samúels er Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason í hópnum en hann er nýfarinn til Malmö í Svíþjóð frá Grikklandi. Samúel hefur gengið vel hjá Valerenga og hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.