Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel ánægður að vera kominn í þýsku Bundesliguna
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 19. janúar 2020 kl. 16:00

Samúel ánægður að vera kominn í þýsku Bundesliguna

„Það er gott að vera komninn í gang aftur. Liðið er frábært, klúbburinn og allt í kring,“ sagði Kefvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu en hann hefur gengið til liðs við þýska knatt­spyrnu­fé­lagið Pader­born. Keflvíkingurinn fór í læknisskoðun í síðustu viku og var skrifað undir samning í framhaldinu. Samúel lék síðast með norska liðinu Viking en hann var þar á láni í eitt ár frá Vål­erenga. Samúel skrifaði hann und­ir tveggja og hálfs árs samn­ing við fé­lagið, eða til sum­ars­ins 2022.

Samúel hóf atvinnumannaferilinn hjá enska liðinu Reading 16 ára gamall en hann lék tvo leiki með Keflavík í efstu deild.  Honum gekk vel með Vik­ing í Stavan­ger og lék 28 af 30 leikj­um liðsins í norsku úr­vals­deild­inni 2019 og skoraði 3 mörk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samú­el lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðasta haust gegn Moldóvu en hann hef­ur leikið 8 A-lands­leiki og var á HM hópnum í Rússlandi sum­arið 2018. Hann lék 43 leiki fyr­ir yngri landslið Íslands. Hann þurfti að draga sig úr íslenska í landsliðshópn­um sem fór í keppnisferð til Kali­forn­íu­ í síðustu viku.

Samúel var með samnigstilboð frá Póllandi þegar þýska liðið hafði samband. Pader­born komst upp í Bundesliguna, efstu deild þar í landi fyrir þetta tímabil en er núna í neðsta sæti. 

Víkurfréttir hittu Samúel Kára í ársbyrjun þar sem farið var yfir ferilinn og framtíðina.