Samúel ánægður að vera kominn í þýsku Bundesliguna
„Það er gott að vera komninn í gang aftur. Liðið er frábært, klúbburinn og allt í kring,“ sagði Kefvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, atvinnumaður í knattspyrnu en hann hefur gengið til liðs við þýska knattspyrnufélagið Paderborn. Keflvíkingurinn fór í læknisskoðun í síðustu viku og var skrifað undir samning í framhaldinu. Samúel lék síðast með norska liðinu Viking en hann var þar á láni í eitt ár frá Vålerenga. Samúel skrifaði hann undir tveggja og hálfs árs samning við félagið, eða til sumarsins 2022.
Samúel hóf atvinnumannaferilinn hjá enska liðinu Reading 16 ára gamall en hann lék tvo leiki með Keflavík í efstu deild. Honum gekk vel með Viking í Stavanger og lék 28 af 30 leikjum liðsins í norsku úrvalsdeildinni 2019 og skoraði 3 mörk.
Samúel lék sinn fyrsta leik með íslenska landsliðinu síðasta haust gegn Moldóvu en hann hefur leikið 8 A-landsleiki og var á HM hópnum í Rússlandi sumarið 2018. Hann lék 43 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann þurfti að draga sig úr íslenska í landsliðshópnum sem fór í keppnisferð til Kaliforníu í síðustu viku.
Samúel var með samnigstilboð frá Póllandi þegar þýska liðið hafði samband. Paderborn komst upp í Bundesliguna, efstu deild þar í landi fyrir þetta tímabil en er núna í neðsta sæti.
Víkurfréttir hittu Samúel Kára í ársbyrjun þar sem farið var yfir ferilinn og framtíðina.