Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samúel á skotskónum
Mánudagur 1. september 2014 kl. 10:24

Samúel á skotskónum

Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson sem er á mála hjá enska liðinu Reading er heldur betur á skotskónum á undirbúningstímabilinu. Samúel hefur þegar skorað fimm mörk, en til samanburðar gerði hann sjö mörk á öllu tímabilinu í fyrra með unglingaliðum liðsins. Síðast skoraði Samúel tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri gegn Suður-amerísku úrvalsliði. Samúel freistar þess að vinna sér sæti í liði Reading sem leikur í 1. deild á Englandi en tímabilið er við það að hefjast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024