SAMSTARFSSAMNINGUR KEFLVÍKINGA OG LANDSBANKANS FRAMLENGDUR
Landsbanki Íslands og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hafa gert nýjan eins árs samstarfs- og styrktarsamning en síðustu sjö ár hafa þessir aðilar unnið saman á þessu sviði. Í þessum samningi er sérstök áhersla lögð á unglingastarf deildarinnar og vonast bankinn til, að með því megi efla unglingastarf deildarinnar til muna. Meðal atriða í samningnum er að bankinn mun bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins að stunda æfingar ókeypis í einn mánuð séu þeir með virk viðskipti við bankann og séu félagar í Krakkaklúbbnum (8 ára og yngri), Sportklúbbnum (9-12 ára), Gengisklúbbnum (13-16 ára) eða Námunni (frá 16 ára aldri). Jafnframt munu félagar í Sportklúbbnum fá frítt á alla heimaleikiKeflavíkurliðsins í undankeppni Íslandsmótsins, auk þess fá félagar í Gengis- og Námuklúbbnum 50% afslátt. Birgir Már Bragason, formaður deildarinnar segir þennan samning mikilvægan fyrir deildina. "Farsælt samstarf við Landsbankann hefur verið mikil kjölfesta fyrir allt starf deildarinnar og ekki síst nú þegar hann styrkir einnig unglingastarfið. Við vonum líka að Lansbankanum þyki samningurinn mikilvægur". Viðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbankans á Suðurnesjum sagði við þetta tækifæri að bankinn væri mjög ánægður með samstarfið við körfuknattleiksdeildina. "Í þessum nýja samningi viljum við styðja sérstaklega við unglingastarfið. Við í Landsbankanum teljum það mikilvægt verkefni að leggja okkar af mörkum til stuðnings íþrótta- og æskulýðsstarfssemi á Suðurnesjum og er þessi samningur liður í því".