Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Samstarf við sigursælasta klúbb Svíþjóðar
Mánudagur 23. júlí 2012 kl. 11:53

Samstarf við sigursælasta klúbb Svíþjóðar

Nú á dögunum fengu þeir hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness óvænta  heimsókn frá formanni sigursælasta hnefaleikafélags Svíþjóðar, Angered  Boxing Club. Það er skemmtilegt að segja frá því að hún er Íslensk sú sem situr í formannsstöðu hjá þessu merkilega félagi og heitir hún Helga Rut Valdimarsdóttir.                                                                                       

Helga fluttist frá Bolungarvík til Gautarborgar aðeins 7 ára gömul og hefur búið þar í 31 ár. Hún kynntist hnefaleikum 29 ára þegar hún ætlaði sér að komast í gott form en aðeins fjórum mánuðum síðar var hún farin í sinn fyrsta bardaga og hefur ekki stoppað síðan. Hún á að baki 15 skráða bardaga og var þegar best lét þriðji besti kvenkyns boxari Sviþjóðar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Angered klúbburinn sem hún starfar fyrir hefur unnið flesta titla í Svíþjóð í þau 28 sem hann hefur verið starfræktur. Þar að aukið státa þau af stærsta hnefaleikamóti Evrópu ár hvert Angered Centrum Boxing Cup en þar mæta um 500 keppendur og etja kappi.

Ljóst er að Helga og klúbburinn hennar í Svíþjóð og klúbburinn hér á Reykjanesi hyggja á gott samstarf  í framtíðinni í formi æfingarbúða og bardaga.

Hér á meðfylgjandi mynd er Helga ásamt stjórnarmönnum Hnefaleikafélags Reykjaness.