Samningar náðust um Hólmar
Miðjumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík í bili. Keflavík og danska liðið Silkeborg hafa komist að samningum um kaupverðið á Hólmari og er ráðgert að hann haldi utan strax eftir helgi.
Leiktíðin hefur verið með besta móti hjá Hólmari og hefur hann verið einn burðarása Keflavíkurliðsins í sumar. Hann lék sinn síðasta leik gegn Víkingum á Laugardalsvelli fyrir skemmstu þegar Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitaleik VISA bikarkeppninnar. Hólmar nær því ekki að leika bikarúrslitaleikinn með Keflvíkingum.
Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Fylki þann 10. september og þá mun vanta þrjá lykilmenn í hópinn. Títtnefndan Hólmar sem farinn verður til Danmerkur og þá Baldur Sigurðsson og Símun Samuelsen sem sáu of oft gult spjald og þurftu að kæla sig niður einn leik fyrir vikið.
VF-mynd/ [email protected] - Hólmar klappar stuðningsmönnum Keflavíkur lof í lófa eftir 4-0 sigur Keflvíkinga á Víkingum á Laugardalsvelli fyrir skemmstu.