Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samkaup styrkir sundfólk áfram
Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður og Gunnar Egill Sigurðsson frá Samkaup ásamt afrekshópi ÍRB. VF-mynd/dagnyhulda
Mánudagur 6. mars 2017 kl. 10:32

Samkaup styrkir sundfólk áfram

Sundráð ÍRB og Samkaup hafa endurnýjað samstarf sitt til eins árs og var samningur þess efnis undirritaður á dögunum. Undanfarin ár hefur Samkaup verið einn af aðalstyrktaraðilum Sundráðs ÍRB. „Það skiptir okkur gríðarlega miklu máli að hafa samstarfsaðila eins og Samkaup með okkur í liði. Við erum mjög ánægð með þann mikla veljvilja og stuðning sem við finnum frá forsvarsmönnum Samkaupa," segir Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður.

Árangur sunddeildarinnar hefur verið afbragðsgóður undanfarið ár. Í október varð Sundráð ÍRB bikarmeistarar karla og kvenna í 1. deild og í 2. deild kvenna. Þá vann ÍRB Aldurflokkameistaramót Sundsambands Íslands í júní. Á Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug í nóvember vann ÍRB flest verðlaun allra liða og náði þeim góða árangri að vinna 21 grein af 44 mögulegum. Í tilkynningu frá félaginu segir að ekkert sundlið í íslenskri sundsögu hafi áður unnið svona marga titla á einu Íslandsmóti. Í heildina vann liðið til 39 verðlauna á mótinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í desember voru það sundmenn sem valdir voru íþróttakarl og íþróttakona Reykjanesbæjar en það voru þau Þröstur Bjarnason og Sunneva Dögg Robertson. „Frábært ár og árið 2017 lofar góðu með öfluga styrktaraðila okkur við hlið,“ segir í tilkynningunni.

Afrekshópur ÍRB ásamt Sigurbjörgu Róbertsdóttur formanni Sundráðs ÍRB, Gunnari Agli Sigurðssyni frá Samkaup og Steindóri Gunnarssyni þjálfara.