Mánudagur 24. október 2016 kl. 14:36
Samið við Evu Maríu og Eydísi Evu
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur heldur áfram að semja við unga og efnilega leikmenn. Nú hefur verið samið við tvær 16 ára heimakonur sem báðar eru margfaldir Íslands- og bikarmeistarar með yngri flokkum Keflavíkur, þær Evu Maríu Lúðvíksdóttur og Eydísi Evu Þórisdóttur.