Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 21. október 1999 kl. 23:40

SAMHERJI BRENTONS

Njarðvíkingar biðu ekki lengi með að taka ákvörðun um nýjan bandarískan leikmann og að fengnum meðmælum Brentons Birminghams, fyrrverandi Njarðvíking og núverandi leikmanns Grindvíkinga, var gengið til samninga við fyrrum samherja hans í háskóla, Jasons Hoover. “Það er rétt að Hoover kemur frá sama skóla og Brenton. Hann var á fyrsta ári þegar Brenton var á sínu síðasta. Hann útskrifaðist 1997 með um 16 stig og 8.5 fráköst á leik. Síðastliðin tvö ár hefur hann spilað í Sviss við ágætis orðstí” sagði Friðrik Ingi um nýja leikmanninn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024