Sameinast um lið í bikarkeppni kvenna
Víðir og Þróttur hafa ákveðið að senda sameiginlegt lið kvenna í bikarkeppni KSÍ undir merkjum Víðir/Þróttur V. Hugmyndin kviknaði fyrst þegar Knattspyrnusamband Íslands fjölgaði um eina deild í meistaraflokki kvenna fyrir tveimur árum. Á dögunum hittust fulltrúar félaganna og ákveðið var að taka aftur þátt í bikarkeppninni. Vel tókst til og verður tekin ákvörðun hvort það sé grunnur til að byggja á fyrir næsta ár í frekari keppni.
Félögin vilja efla kvennaknattspyrnuna á Suðurnesjunum því þar er fullt af stelpum sem hafa lagt skóna a hilluna, eru í hléi frá knattspyrnu eða hafa flosnað upp úr liðunum sem fyrir eru og því viljum við láta reyna á þetta uppbyggilega verkefni í sameiningu, segja Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar og Sólmundur Einvarðsson formaður Víðis í tilkynningu.
Aðilar sem langar til að taka þátt í þessu verkefni, hvort sem er leikmenn eða sjálfboðaliðar, er bent á að hafa samband við Sólmund hjá Víði í síma 867-7111, netfang [email protected] eða Marteinn hjá Þrótti í síma 892-6789, netfang [email protected]
Æfingar hefjast í febrúar og stefnan sett á æfingaleiki fyrir komandi bikarþátttöku. Þjálfari liðsins verður Arnar Smárason.