Sameiginlegt þorrablót UMFN
Sameiginlegt þorrablót allra deilda UMFN verður haldið föstudaginn 19. janúar í Stapa í Reykjanesbæ. Þar mun matreiðslumeistarinn Haraldur Helgason leika við bragðlauka gesta með úrvals þorramat og mun Erlingur Hannesson sjá um veislustjórn.
Dagskrá verður hefðbundin og má þar nefna happadrætti, annál og fjöldasöng en rúsínan í pylsuendanum verða íslensku óperu-ídýfurnar, þeir Davíð Ólafsson og Stefán Stefánsson.
Áhugasamir geta pantað sér miða hjá Ásgeiri í síma 899 9814 eða Þórunni í síma 892 7949.