Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Samantha Murphy hélt hreinu gegn Selfossi
Samantha Leshnak Murphy tekur fyrirgjöf í leik Keflavíkur og Breiðabliks en í þeim leik sýndi hún ótrúlega markvörslu og varði auk þess vítaspyrnu í lok leiks sem tryggði Keflavík sigur. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 20. maí 2022 kl. 08:47

Samantha Murphy hélt hreinu gegn Selfossi

Keflavík mætti Selfossi fyrir austan fjall í gær í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Liðin skiptu með sér stigunum í markalausum leik en Selfyssingar fóru illa með færin sín og Samantha Leshnak Murphy var á tánum í marki Keflavíkur, varði vel og greip inn í á réttum augnablikum.

Selfyssingar fengu fyrsta færið eftir rúmlega tíu mínútna leik en þá bjargaði Aníta Lind Daníelsdóttir á línu. Selfoss sótti meira en Keflavík llá meira til baka og átti fína spretti inn á milli. Eftir um klukkutíma leik hefði dómarin leiksins mögulega mátt dæma vítaspyrnu á leikmann Selfoss sem virtist handleika knöttinn innan eigin teigs en ekkert var dæmt og Keflavík bjargaði góðu stigi á útivelli.

Murphy hefur byrjað gríðarlega vel í marki Keflvíkinga í sumar en hún sýndi enn og aftur góðan leik og var besti maður Keflavíkur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Ana Paula Santos Silva er ótrúlega flottur leikmaður, sterk og teknísk. Hún átti sláarskot í seinni hálfleik sem fór af slánni í Tiffany Sornpao, markvörð Selfoss, og úr varð næstum „sjálfsmark“.

Að loknum fimm umferðum er Keflavík með sjö stig, eins og Stjarnan og ÍBV, og situr í sjötta sæti deildarinnar.