Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Salbjörg til liðs við Keflvíkinga
Þriðjudagur 24. maí 2016 kl. 13:39

Salbjörg til liðs við Keflvíkinga

Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum hefur gengið frá samkomulagi við Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur og mun hún leika með liðinu í Domino's deildinni næstu tvö ár. Salbjörg kemur frá Hamarskonum en áður lék hún m.a. með Njarðvíkingum undir stjórn Sverris Þórs sem er núverandi þjálfari Keflvíkinga. Hún varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Njarðvíkingum á sínum tíma og þekkir því vel til í Reykjanesbæ. Hún lék sinn fyrsta A-landsleik á þessu ári og mun koma til með að styrkja Keflvíkinga mikið í teignum.

„Ég hef áður spilað hjá Sverri og líkaði það mjög vel og mig langaði mikið til að spila aftur hjá honum, sem var aðal ástæðan fyrir því að ég ákvað að spila fyrir Keflavík. Það sem heillaði mig einnig var að það er mikið af flottum ungum stelpum í Keflavík sem hafa tekið miklum framförum og ég hlakka til að æfa og spila með þeim. Ég á líka góða vini á svæðinu síðan ég var að spila með Njarðvík og það verður gaman að vera nær þeim og geta hitt oftar,“ sagði Salbjörg í samtali við heimasíðu Keflvíkinga sem greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024