Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sagan með Keflavík í kvöld
Fimmtudagur 17. janúar 2008 kl. 10:42

Sagan með Keflavík í kvöld

Topplið Keflavíkur heimsækir botnlið Fjölnis í Iceland Express deild karla í kvöld kl. 19:15. Leikurinn fer fram í Grafarvogi en þetta er leikur sem frestað var fyrr á þessari leiktíð. Fjölnismenn hafa ekki sótt gull í greipar Keflvíkinga síðustu tímabil en í kvöld mætast liðin í fyrsta sinn á þessari leiktíð.

 

Síðustu þrjú keppnistímabil hafa Keflvíkingar unnið 5 af 6 deildarleikjum liðanna en Fjölnir vann sinn fyrsta og eina deildarsigur gegn Keflavík þann 27. október á síðustu leiktíð í framlengdum leik í Grafarvogi. Það er því óhætt að segja að sagan sé með Keflvíkingum í kvöld.

 

Í þessum sex deildarleikjum sem liðin hafa leikið hafa Keflvíkingar gerðu 608 stig samtals en Fjölnismenn 566.

 

Fjölnismenn komust í fyrsta sinn upp í úrvalsdeild leiktíðina 2004-2005 og voru þá sannkallað spútniklið og höfnuðu í 4. sæti í deildarkeppninni. Hið sama ár varð Keflavík Íslandsmeistari.

 

Takist Keflvíkingum að ná fram sigri í kvöld ná þeir fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með 24 stig en liðið hefur nú 22 stig og á leikinn í kvöld til góða rétt eins og Fjölnismenn. Fjölnir situr á botni deildarinnar með 6 stig og hafi þeir sigur í kvöld komast þeir af botninum í 8 stig, tveimur stigum uppfyrir Hamar.

 

Viðureignir liðanna í úrvalsdeild:

 

2007

27.okt. 2006: Fjölnir - Keflavík 110-108 (framlengt)

21.jan. 2007: Keflavík - Fjölnir 102-90 

 

2006

4.des. 2005: Fjölnir - Keflavík 93-97

2.mar. 2006: Keflavík - Fjölnir 97-91

 

2005

16.des. 2004: Keflavík - Fjölnir 96-74     

3.mar. 2005: Fjölnir - Keflavík 108-113

 

Deildarleikir alls: 6

Sigrar Keflavík: 5

Sigrar Fjölnir: 1

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024