Sævar með þrennu í stórsigri Njarðvíkinga
Njarðvík sigraði Skallagrím 7 - 1 í 10. umferð í 2. deild karla í knattspyrnu á Njarðvíkurvelli á þriðjudag. Heimamenn byjuðu leikinn með látum og Högni Þórðarson skoraði glæsilegt mark stax á 3. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Sævar Gunnarsson annað markið. Eftir þetta hægði á heimamönnum og á 24. mínútu skoruðu gestirnir glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Sævar jók forystu Njarðvíkinga á 34. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar fullkomnaði hann þrennuna. Eyþór Guðnason bætti fimmta markinu við á 40. mínútu. Í senni hálfleik var sama uppá teningnum þar sem heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og á 71. mínútu setti Sverrir Þór Sverrisson sjötta markið og að lokum setti Eyþór það sjöunda á fimm mínútum fyrir leikslok.
Á mánudag tapaði Víðir gegn Leikni Reykjavík 1-0.
Að loknum tíu umferðum eru Njarðvíkingar í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Víðismenn eru í því 5. með 15 stig.
Á mánudag tapaði Víðir gegn Leikni Reykjavík 1-0.
Að loknum tíu umferðum eru Njarðvíkingar í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en Víðismenn eru í því 5. með 15 stig.