SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Sævar á ný í Njarðvík
Laugardagur 14. apríl 2007 kl. 12:55

Sævar á ný í Njarðvík

Markahrókurinn Sævar Eyjólfsson er kominn að nýju í raðir knattspyrnuliðs Njarðvíkur eftir nokkurra ára fjarveru m.a. sem leikmaður hjá ÍBV. Sævar á að baki 82 leiki með Njarðvík og hefur hann skorað í þeim 72 mörk sem gerir hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi.

 

Sævar lék sinn síðasta leik með Njarðvíkingum árið 2001 gegn Völsungi frá Húsavík. Þessi gleðitíðindi fyrir Njarðvíkinga koma þó ekki áfallalaust fyrir félagið þar sem Eyþór Guðnason hefur hafið æfingar með HK og bendir allt til þess að hann klæðist ekki grænu í sumar.

 

Mynd: www.umfn.is - Sævar t.v. og Eyþór t.h á myndinni, félagarnir saman á árshátíð liðsins árið 2003.

 

 

 

 

 

 

 

 

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025