Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sætur Íslandssigur í Höllinni
Fimmtudagur 30. ágúst 2007 kl. 09:06

Sætur Íslandssigur í Höllinni

Logi Gunnarsson var stigahæstur í íslenska landsliðinu í gærkvöld sem hafði eftirminnilegan sigur á Georgíumönnum með flautukörfu frá Jakobi Erni Sigurðarsyni. Logi gerði 17 stig í leiknum og þar af 12 fyrstu stig íslenska liðsins. Lokatölur leiksins voru 76-75 Íslandi í vil og er sigurinn einhver sá stærsti hjá íslenska liðinu í langan tíma.

 

Jafnt var á með liðunum frá upphafi til enda en um miðbik þriðja leikhluta virtust gestirnir ætla að stinga af en íslensku strákarnir létu aldrei deigan síga og héldu sér inni í leiknum. Töluverða athygli vakti að þriggja stiga skyttan Páll Axel Vilbergsson var frákastahæsti maður vallarins með 15 fráköst í leiknum.

 

Mikil dramatík var á lokasekúndunum þar sem Fannar Ólafsson náði mikilvægu frákasti. Blakaði boltanum í átt að Loga sem varð að skutla sér á eftir honum. Logi náði til boltans, kom honum á Jakob Örn sem skoraði glæsilega þriggja stiga körfu um leið og flautan gall og allt varð vitlaust í Höllinni.

 

Frábær sigur hjá landsliðinu sem gerði út um vonir Georgíumanna um að komast í hóp A-þjóða í Evrópuboltanum. Ísland á ekki möguleika á því að komast upp úr sínum riðli en liðið sýndi af sér glæsilegan körfubolta og uppskar góðan sigur.

 

Logi Gunnarsson gerði 17 stig í leiknum en Jakob Örn var honum næstur með 16 stig. Brenton Birmingham átt miður góðan fyrri hálfleik en hrökk í gang í þeim síðari og gerði mikilvægar körfur fyrir liðið.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-mynd/ [email protected] - Logi reyndist varnarmönnum Georgíu erfiður viðureignar í gærkvöldi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024