Sá sögulegan leik gegn Portúgal á EM
Knattspyrnusnillingur vikunnar: Erlendur Guðnason
Fótboltasnillingur vikunnar er hinn 12 ára gamli Njarðvíkingur Erlendur Guðnason. Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirmynd Erlends og ætlar hann líkt og Gylfi að verða atvinnumaður í boltanum. Erlendur er greinilega duglegur að æfa tæknina því hann getur haldið boltanum 220 sinnum á lofti.
Hvað hefur þú æft fótbolta lengi?
Ég hef æft fótbolta með Njarðvík frá 5 ára aldri.
Hvaða stöðu spilar þú?
Ég spila oftast á miðjunni.
Hvert er markmið þitt í fótbolta?
Að verða atvinnumaður í fótbolta.
Hversu oft æfir þú á viku?
Fjórum sinnum í viku.
Hver er þinn eftirlætis fótboltamaður/kona?
Gylfi Þór Sigurðsson.
Áttu þér einhverja fyrirmynd í boltanum?
Já, Gylfa Þór Sigurðsson.
Hefurðu farið á fótboltaleik erlendis?
Já, Bröndby gegn OB í Danmörku og svo mun ég sá ég tvo leiki á EM í Frakklandi, Ítalía-Belgía og Ísland-Portúgal.
Hversu oft getur þú haldið á lofti?
220 sinnum.
Hvaða erlenda félag heldur þú upp á?
Manchester United.