Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sá efnilegasti áfram hjá Keflavík
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 8. maí 2020 kl. 11:45

Sá efnilegasti áfram hjá Keflavík

Davíð Snær Jóhannsson hefur gert nýjan samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur til næstu þriggja ára. Davíð er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður landsins, leikjahæsti leikmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur samtals leikið 40 landsleiki með yngri landsliðum. 

„Davíð er holdgervingur þeirrar stefnu sem við hjá Keflavík erum að vinna eftir. Ungur heimamaður og gríðarlega efnilegur leikmaður sem hefur fengið verðskulduð tækifæri í bæði efstu og næst efstu deild þrátt fyrir ungan aldur. Davíð verður vafalítið í lykilhlutverki hjá okkur í sumar og verður gaman að fylgjast með honum þroskast áfram í ungu Keflavíkurliði. Davíð hefur verið mjög eftirsóttur af liðum erlendis frá síðustu ár en ákvað að semja við keflavík til næstu þriggja ára og taka slaginn með okkur áfram,“ segir á Facebook síðu Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024