Rýkur úr Reynismönnum

Eftir að hafa misst einbeitninguna í VISA bikarkeppninni og tapað á heimavelli gegn utandeildarliði Drangs hysjuðu Sandgerðingar heldur betur upp um sig og rúlluðu yfir Sindramenn 3-1.
Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Sindra og kom það á 21. mínútu leiksins en heimamenn jöfnuðu eftir vítaspyrnu á 38. mínútu og því var jafnt í hálfleik.
Hafsteinn Friðriksson kom Sandgerðingum í 2-1 á 60. mínútu og nafni hans Rúnarsson innsiglaði sigurinn á 72. mínútu og breytti stöðunni í 3-1.
Sandgerðingar eru nú á toppi 2. deildar og þeir hafa greinilega jafnaði sig á kjaftshögginu, eins og Gunnar Oddsson þjálfari, orðaði það um leikin í VISA bikarnum.
Staðan í deildinni
VF-mynd/ HBB: Brynjar Guðmundsson á fleygiferð gegn Aftureldingu í 1. umferð 2. deildar.