Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ryan Pettinella og Helga Hallgrímsdóttir best hjá Grindavík
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 09:46

Ryan Pettinella og Helga Hallgrímsdóttir best hjá Grindavík

Ryan Pettinella var valinn mikilvægasti leikmaður Grindvíkur þetta árið hjá meistaraflokki karla og Helga Hallgríms hlaut nafnbótina besti leikmaðurinn á lokahófi liðsins sem haldið var á Northern light inn 20. apríl síðastliðinn og samkvæmt heimasíðu Grindavíkurliðsins tókst hófið mjög vel í alla staði.

Þau Ólafur Ólafsson og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir voru valin efnilegustu leikmennirnir og Ármann Vilbergsson og Berglind Anna Magnúsdóttir hlutu verðlaun fyrir mestar framfarir.

Mynd efst: Ólafur Ólafsson, Benóný Harðarson og Ármann Vilbergsson - umfg.is



F.v.: Helga Hallgrímsdóttir, Berglind Anna Magnúsdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024