Rútuferð á leik KR og Keflavíkur
Farnar verða rútuferðir á leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum körfunnar á morgun, sunnudag. Farið verður frá K-húsinu kl. 17:30 og eru 40 sæti í boði. Fyrstir mæta, fyrstir fá.
Húsið verður svo væntanlega opnað kl 16 fyrir Keflvíkinga sem vilja koma saman og hita upp fyrir leikinn.
Í tilkynningu frá stuðningsmönnum segir: „Mæta tímanlega niður í K-hús á sunnudaginn, mæta vel merkt Keflavík og mynda brjálaða stemmningu á leiðinni og á leiknum og styðjum strákana til sigurs. Áfram Keflavík!“