Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rúnar Þór genginn til liðs við Willen II
Rúnar Þór skrifar undir þriggja ára samning við Willen II. Mynd af heimasíðu Willen II
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 29. ágúst 2023 kl. 06:39

Rúnar Þór genginn til liðs við Willen II

Rúnar Þór Sigurgeirson hefur gengið til liðs við Willem II sem er í þriðja sæti hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu en tímabilið í Hollandi er nýhafið og þriðja umferð í gangi.

Rúnar gekk til liðs við sænska liðið Öster eftir síðasta tímabil með Keflavík en hann er lék í yngri flokkum Víðis áður en hann gekk til liðs við Keflavík. Hann lék vel með Öster sem varð til þess að vekja áhuga á honum í efstu deild Svíþjóðar og víðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar er 23 ára og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann byrjaði sextán leiki með Öster í sænsku B-deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.


Fotbolti.net greindi frá