Rúnar Þór genginn til liðs við Willen II
Rúnar Þór Sigurgeirson hefur gengið til liðs við Willem II sem er í þriðja sæti hollensku B-deildarinnar í knattspyrnu en tímabilið í Hollandi er nýhafið og þriðja umferð í gangi.
Rúnar gekk til liðs við sænska liðið Öster eftir síðasta tímabil með Keflavík en hann er lék í yngri flokkum Víðis áður en hann gekk til liðs við Keflavík. Hann lék vel með Öster sem varð til þess að vekja áhuga á honum í efstu deild Svíþjóðar og víðar.
Rúnar er 23 ára og hefur leikið tvo A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann byrjaði sextán leiki með Öster í sænsku B-deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.
Fotbolti.net greindi frá