Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rúnar Þór er íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021
Fimmtudagur 6. janúar 2022 kl. 09:07

Rúnar Þór er íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021

Rúnar Þór Sigurgeirsson, knattspyrnumaður, var valinn íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2021. Rúnar Þór hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki Keflavíkur í knattspyrnu undafarin ár. Hann var valinn í A-lið íslenska landsliðsins á árinu 2021, en hefur áður spilað með U-21.
Rúnar Þór er framúrskarandi leikmaður í knattspyrnu og er Suðurnesjabæ til mikils sóma.
Afhending viðurkenninga fór fram í Ráðhúsinu í Sandgerði þann 4. janúar.

Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir til íþróttamanns ársins og hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur árið 2021:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birgir Þór Kristinsson, akstursíþróttir
Ástvaldur Ragnar Bjarnason, boccia
Daníel Arnar Ragnarsson, taekwondo
Rúnar Gissurarsson, knattspyrna
Björn Aron Björnsson, knattspyrna

Kristjana Halldóra Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar

Kristjana Halldóra Kjartansdóttir hlaut viðurkenningu íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar fyrir óeigingjörn störf sín í þágu æskulýðsmála í Suðurnesjabæ. Kristjana, eða Sjana eins og hún er oftast kölluð, hefur lagt krafta sína í ótalmörg verkefni í gegnum árin og má þar nefna, foreldramorgna, kirkjuskólann, bænahringi, endurreisn tónlistarskólans, gönguhóp 60 ára og eldri, leshópinn Unu, Kvenfélagið Gefn, Norrænafélagið, UA3 háskóli þriðja æviskeiðsins, Hollvinafélag Útskálakirkju, Hollvinafélag Unu Guðmundsdóttur í Sjólyst, Slysavarnafélagið Una og fleiri. Einnig hefur hún sett krafta sína í ýmis nefndarstörf og þessi misserin situr hún sem fulltrúi bæði í öldungaráði Suðurnesjabæjar og í stýrihóp heilsueflandi samfélags.

Sjana er ótrúleg kona sem allir bæir, þorp og samfélög þyrftu að eiga sem slíka. Myndir og frétt: sudurnesjabaer.is