Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Rúnar Ingi og Lárus taka við kvennaliði Njarðvíkur
Lárus Ingi Magnússon t.v. og Rúnar Ingi Erlingsson t.h.
Föstudagur 15. maí 2020 kl. 09:56

Rúnar Ingi og Lárus taka við kvennaliði Njarðvíkur

Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við kennaliði Njarðvíkur en síðustu tvö ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari liðsins.

Rúnar er mikill Njarðvíkingur sem hefur mikla ástríðu fyrir þjálfun en þeir sem þekkja kauða vita að hann er mikill viskubrunnur um körfubolta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lárus Ingi Magnússon verður aðstoðarþjálfari Rúnars á komandi leiktíð en hann hefur mikla reynslu sem þjálfari á öllum stigum körfuboltans. Hann var t.d aðstoðarmaður Sverris Þór Sverrisonar 2011-2012 þegar Njarðvíkurkonur urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar og það ár vann stúlknaflokkur félagsins einnig tvöfalt.

Lárus mun einnig taka við stúlknaflokki og bindur körfuknattleiksdeild Njarðvíkur miklar vonir við að saman takist þeim Rúnari og Lárusi að koma kvennaliði Njarðvíkur í hóp þeirra bestu á nýjan leik, segir á vef Njarðvíkur.