Rúnar býður sig fram til stjórnar KSÍ
Rúnar Arnarson, fráfarandi formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur, hefur ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ. Rúnar hyggst láta af embætti formanns deildarinnar á aðalfundi hennar í lok janúar. Hann hyggst síðan bjóða sig fram sem stjórnarmaður Knattspyrnusambandsins á ársþingi þess þann 9. febrúar.
Rúnar hefur verið formaður Knattspyrnudeildar í tæpan áratug. Starfsemi deildarinnar hefur verið öflug undir stjórn Rúnars, karlaliðið vann m.a. bikarmeistaratitil árin 2004 og 2006 og kvennalið félagsins lék til úrslita í bikarkeppninni árið 2007. Á þessum árum hefur karlalið félagsins leikið í Evrópukeppnum félagsliða og fjölmargir leikmenn hafa reynt fyrir sér erlendis.
Sjáið ítarlegt viðtal við Rúnar í 2. tbl. Víkurfrétta í dag.