Rúnar Arnarson vísar ásökunum Þórs til föðurhúsanna
Þór Akureyri lagði fram kæru á hendur knattspyrnudeildar Keflavíkur í gær. Þórsarar vilja meina að Keflavík hafi haft ólöglega samband við þrjá leikmenn liðsins. Um er að ræða þá Gunnar Líndal Sigurðsson, markmann og Hallgrím Jónasson. Auk þess er kvartað vegna meintum umræðum Keflvíkinga við Baldur Sigurðsson sem er í láni frá Þór hjá Völsungi.
Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, taldi engan grundvöll fyrir þessum ásökunum og að hvorki KSÍ né forráðamenn Þórs hafi haft samband við Keflavík. „Nei hvorki KSÍ né Þór hafa haft samband við okkur varðandi þessa kæru og ég vísa þessu bara til föðurhúsanna, það er engin forsenda fyrir þessum ásökunum. Þetta hljóta bara að vera sárindi vegna þess að leikmenn þeirra vilja koma til okkar“.
VF-Mynd:/Árni Sigfússon heiðrar Rúnar eftir frækinn bikarmeistaratitil síðasta sumar