Rúnar aftur heim
Bakvörðurinn Rúnar Ingi Erlingsson hefur snúið aftur til Njarðvíkur eftir dvöl hjá Valsmönnum sem féllu úr Domino´s deildinni í körfubolta. Rúnar er uppalinn í Njarðvík en hann stóð sig vel með Valsmönnum, þar sem hann skoraði 10 stig og gaf fjórar stoðsendingar í leik á síðasta tímabili. Karfan.is greinir frá. „Það ríkir ánægja með að fá Rúnar aftur en með brotthvarfi Elvars Más vestur um haf í skóla þá er það afar sterkt að fá Rúnar aftur til að þétta leikstjórnendastöðuna,“ sagði Gunnars Örlygsson formaður kkd. UMFN í spjalli við Karfan.is.