Rúmlega fjögurra stiga leikur
Njarðvíkingar munu væntanlega fjölmenna á þungfæra Reykjanesbrautina í kvöld. Nánar til tekið í Schenkerhöllina í Hafnarfirði þar sem þeir mæta Haukum í Iceland Express deildar karla í körfubolta. Njarðvík er með 10 stig í 10. sæti en Haukar með 4 stig í 11. sæti deildarinnar og er leikurinn því mikilvægur báðum liðum. Njarðvíkingar hafa betur innbyrðis með 16 stigum eftir 107-91 sigur á Haukum í Ljónagryfjunni í haust. Með sigri ná Njarðvíkingar 8 stiga forskoti á Hafnfirðinga en Haukasigur myndi brúa bilið milli þessara liða niður í fjögur stig.
Umfn.is hafði samband við Einar Árna Jóhannsson þjálfara, sem hafði þetta að segja um leikinn:
„Þetta er rúmlega fjögurra stiga leikur. Haukarnir eru sem stendur með fjögur stig og eru í fallsæti en við erum þarna fyrir ofan með 10 stig. Sigur gegn þeim setur okkur 8 stigum á undan þeim svo það segir sig sjálft að við getum tekið stórt skref frá allri fallbaráttu með sigri á Ásvöllum. Haukarnir eru með hörku mannskap og stigataflan sýnir alls ekki styrk þeirra svo við þurfum að spila mjög vel til að ná í stigin tvö. Hvað okkar stuðningsmenn varðar þá eiga allir að líta á þennan leik eins og um Bikarúrslitaleik sé að ræða ! Leikmenn og þjálfarar skora hreinlega á alla þá sem er annt um UMFN að fjölmenna og styðja liðið til sigurs en stjórn deildarinn er að bjóða upp á sætaferðir með SBK (FRÍTT) og þær fara frá Ljónagryfjunni klukkan 18:15 í dag,“