ROTHÖGG Í LEIKSLOK
Keflvíkingar lágu 2-1 gegn Breiðablik á þriðjudag. Sigurmark Blika kom á síðustu sekúndubrotum leiksins eftir mjög svo vafasamt úthlaup Bjarka markvarðar og vera Keflvíkinga í efstu deild að ári alls ekki tryggð. Vanhugsað úthlaup Bjarka hefði þó aldrei átt að kosta Keflvíkinga stigin því framherjar liðsins áttu að vera löngu búnir að tryggja liðinu stigin þrjú. Tapleikir Víkinga og Valsmanna og jafntefli Grindvíkinga tryggðu þó að staða þeirra í töflunni breyttist ekki en síðustu tveir leikirnir eru gegn ÍBV og KR.