Rosaleg velta rallara úr Reykjanesbæ - video
Rallökumennirnir Henning Ólafsson og Árni Gunnlaugsson gjöreyðilögðu rallbifreið sína í Reykjavíkurralli á dögunum. Í braut við Hvaleyrarvatn urðu þeir fyrir því að aka á grjóthnullung með þeim afleiðingum að bifreiðin fór veltur og skemmdist mikið. Þeir félagar sluppu án alvarlegra meiðsla.
Þeir félagar hafa nú sett myndskeið inn á vef Team Púmba á fésbókinni sem sýnir atvikið. Ljósmyndirnar með fréttinni eru einnig þaðan.
Hér kemur video af hvaleyrarvatni
Posted by Team Púmba Racing Team on 1. september 2015