Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Röng meðhöndlun endaði háskólaferilinn
Þriðjudagur 29. janúar 2013 kl. 16:35

Röng meðhöndlun endaði háskólaferilinn

Andri Fannar stígur á stóra sviðið með Keflvíkingum

Sóknarmaðurinn Andri Fannar Freysson skrifaði nýlega undir tveggja ára samning við úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í fótbolta. Andri er uppalinn hjá Njarðvíkingum en hann hefur æft með Keflvíkingum um nokkurt skeið. Andri sagði í samtali við VF að nú væri rétta skrefið að færa sig á stærra svið og lýst honum vel á aðstæður hjá Keflvíkingum. Andri er óðum að jafna sig að hvimleiðum meiðslum sem bundu enda á feril hans í bandaríska háskólaboltanum.

Andri Fannar segir það spennandi að takast á við það að spila í efstu deild. Hann segir að meislin sem voru að hrjá hann hafi ekki áhrif á hann líkamlega. „Það á bara eftir að takast á við andlegu hliðina,“ segir Andri en hann er óðum að ná fyrri snerpu og kraft að eigin sögn. Hann vonast til þess að fá tækifæri til þess að sanna sig hjá Keflvíkingum en vissulega sé hart barist um allar stöður.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Andri kominn til Bandaríkjanna þar sem hann var á skólastyrk við Loyola Maryland háskólann. Meiðsli sem hann varð fyrir í leik með Njarðvíkingum, þar fór hann úr lið á hnéskel, urðu þó til þess að ævintýrið í Bandaríkjunum endaði snögglega.

Hann fann til sársauka í hnénu og sagði þjálfurum hjá skólaliðinu umsvifalaus frá því. Myndatökur sýndu þó ekkert óvenjulegt og því var Andri látinn æfa áfram og sækja sér meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara samhliða. Hann var ekki sáttur við þá meðhöndlun þar sem hann fann stöðugt fyrir verkjum í hnénu. Hann og faðir hans tóku því þá sameiginlega ákvörðun að hann skildi halda aftur heim þar sem rétt meðferð væri í boði. Andri var kominn vel inn í hlutina ytra og kunni afar vel við sig.

„Þetta var ótrúlega erfið ákvörðun. Ég var í draumaaðstöðu þarna úti en þetta gerist stundum í boltanum,“ segir Andri sem reynir að taka hlutunum af jákvæðni. Hann hefur nú verið í meðferð hjá sjúkraþjálfara og segist stefna á að koma sterkur inn næsta sumar.