Róbert Haraldsson hættir með Grindavík
Róbert Haraldsson sem stýrt hefur knattspyrnuliði Grindavíkur kvenna síðastliðið ár hefur ákveðið að halda ekki áfram að þjálfa liðið. Grindavík hélt sæti sínu áfram í Pepsi- deild kvenna í sumar og endaði liðið í 7. sæti. Liðið mun því fá nýjan þjálfara sem mun taka við keflinu næsta tímabil.






