Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 22:37

RKV tapaði í grófum leik

RKV tapaði 5-1 fyrir Haukastúlkum í 2. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór fram í Hafnarfirði. Haukar leiddu 3-0 í hálfleik og voru miklu sterkari aðilinn en í seinni hálfleik var jafnræði með liðunum. Það var Hulda Jónssdóttir, fyrirliði RKV, sem skoraði mark gestanna úr aukaspyrnu en það kom einfaldlega of seint.RKV-stúlkur léku manni færri síðustu 35 mínútur leiksins eftir að Nínu Ósk Kristinsdóttur var vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk.
Haukastúlkur spiluðu mjög grófan leik sem varð til þess að þrír leikmenn RKV liðsins fóru meiddar af leikvelli og var t.d. ein stúlkan send á sjúkrahús. Að sögn Huldu, fyirliða RKV, var dómarinn vægast sagt skelfilegur og í raun til háborinnar skammar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024