Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. júlí 2000 kl. 09:21

RKV tapaði

RKV beið í gærkvöld ósigur 2-4, fyrir Þrótti R. í fjórðu umferð A-riðils 1. deildar kvenna í knattspyrnu, en leikið var á Keflavíkurvelli. Heimastúlkur léku langt undir getu í leiknum og var refsað fyrir það strax á 13. mínútu, þegar Þróttar-stúlkur skoruðu sitt fyrsta mark. Gestirnir náðu að bæta við öðru marki 14 mínútum síðar og staðan 0-2 í hálfleik. RKV kom litlu betri til síðari hálfleiks og náðu ekki að klóra í bakkann fyrr en 73 mínútur voru liðnar af leiknum og gestirnir búnir að bæta við sínu þriðja marki. Það var Lilja Íris Gunnarsdóttir sem náði þá að rétta aðeins hlut heimastúlkna, en Þróttur bætti við fjórða marki sínu aðeins fjórum mínútum síðar. Það var síðan þremur mínútum fyrir leikslok sem Lilja Íris náði að bæta við öðru marki fyrir RKV, en fleiri urðu mörkin ekki í leiknum, enda heimastúlkur allt of seinar í gang í þessum leik.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024