Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sunnudagur 25. júní 2000 kl. 10:03

RKV í 8-liða úrslit

RKV tryggði sér sæti í átta-liða úrslitum Coca-Cola bikars kvenna sl. föstudagskvöld, eftir sigur á Grindavík í hörkuspennandi leik sem fram fór á Grindavíkurvelli. RKV mætir Íslands- og bikarmeisturum KR í næstu umferð keppninnar. Leikið verður á KR-vellinum 7. júlí kl. 20.00. Grindavíkurstúlkur voru mun betri í fyrri hálfleik, meðan hvorki gekk né rak í leik RKV, en Grindavík hafði þó ekki erindi sem erfiði fyrr en undir lok hálfleiksins, þegar Petra Rós Ólafsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Grindavík. RKV-stúlkur voru þó ekki búnar að gefa upp vonina, heldur mættu tvíefldar til síðari hálfleiks og jöfnuðu leikinn með marki frá Lilju Írisi Gunnarsdóttur. Grindavík komst þá yfir aftur með marki frá Báru Karlsdóttur og var staðan 2-1 fyrir Grindavík þar til um 10 mínútur voru til leiksloka og allt stefndi í að heimastúlkur væru á leið í 8-liða úrslit. Lóa Björg Gestsdóttir var þó ekki á þeim buxunum, heldur jafnaði metin fyrir RKV. Liðin voru farin að hugsa til framlengingar þegar Lilja Íris Gunnarsdóttir skoraði sitt annað mark í leiknum og tryggði RKV sigur um 2 mínútum áður en flautað var til leiksloka. 2-3 sigur RKV því staðreynd eftir hörkuspennandi grannaslag í Grindavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024