Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risaslagur í Ljónagryfjunni kvöld
Mánudagur 25. janúar 2010 kl. 13:05

Risaslagur í Ljónagryfjunni kvöld


Nágrannaliðin Njarðvík og Grindavík mætast í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik og fer leikurinn fram í Ljónagryfjunni. Njarðvík getur með sigri styrkt stöðu sína enn frekar í efsta sæti deildarinnar en Grindavík þarf sannarlega á stigunum að halda til að lyfta sér ofar á stigatöfluna.  Þá eiga þeir harma að hefna eftir tap í fyrri leik liðanna.
Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson segir á vef Grindavíkur að  lið hans búi hernaðarleyndamáli hvernig eigi að leggja njarðvíska ljónið að velli. Grindvíkingar hafa átt í smá basli að undanförnu vegna meisla sem hafa verið að hrjá lykilmenn þeirra.
Brenton Birmingham og Arnar Freyr verða væntanlega með í kvöld en óvíst er með Þorleif Ólafsson sem hefur ekkert æft frá því í síðasta leik.


Leikurinn hefst að venju kl. 19:15.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024