Risaslagur í bikarnum
Keflavík fékk Njarðvík í Sláturhúsinu í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar en dregið var í keppninni nú kl. 13 í dag. Þetta verður án efa hörkuslagur sem og aðrar viðureignir í 4ra liða úrslitum bikarsins.
Drátturinn var eftirfarandi:
Karlar:
Keflavík – Njarðvík
Grindavík – Skallagrímur
Konur:
Keflavík – Grindavík
ÍS – Breiðablik
Það er því ljóst að bæði hjá körlum og konum verða það lið frá Suðurnesjum sem koma til með að leika til úrslita um Bikarmeistaratitilinn. Nánar um bikardráttinn síðar í dag og m.a. stutt orð frá þjálfurum Suðurnesjaliðanna…