Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risasigur Keflvíkinga á KR
Fimmtudagur 20. október 2005 kl. 10:42

Risasigur Keflvíkinga á KR

Keflavík vann ótrúlegan sigur á KR í Iceland Express-deild kvenna í gær, 130-36. Íslandsmeistararnir sýndu svo sannarlega mátt sinn og megin í þessum leik sem var að kalla búinn áður en hann hófst.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 37-9 og ljóst í hvað stefndi. Keflvíkingar kafsigldu gestina, sem taka þátt í efstu deild þrátt fyrir að hafa fallið í fyrra, vegna þess að Njarðvíkingar drógu lið sitt úr keppni. Staðan í hálfleik var 65-15 og skánaði ekki fyrir KR eftir því sem á leið.

Allir leikmenn Keflavíkur fengu að spreyta sig í leiknum og allar komust þær á blað. María Ben Erlingsdóttir og Reshea Bristol stóðu sig sérlega vel. María skoraði 28 stig og var með frábæra skotnýtingu á meðan Bristol fór á kostum og var með þrefalda tvennu, 23 stig, 11 stolna bolta og 17 stoðsendingar.

Þó oft hafi verið mikill munur á liðum í efstu deild kvenna er kennslustund eins og KR-ingar fengu í gær sem betur fer ekki algeng. Það er þó fullkomnlega skiljanlegt að meistaraliðið haldi ekki aftur af sér í leikjum og ljóst að þær eru fullkomnlega tilbúnar fyrir átök vetrarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024