Risaleikur hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar töpuðu fyrir Víkingum í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu í Víkinni í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark og það dugði til sigurs.
Grindvíkingar eru í næst neðsta sæti með 18 stig en þeir mæta KA á heimavelli nk. Laugardag en norðanmenn eru með þremur stigum meira en sama markahlutfall. Sá leikur verður því mjög þýðingarmikill. Liðin áttu þjálfaraskipti í fyrra en Grindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson fór norður og tók við KA. Grindavík réði svo Túfa sem þjálfaði KA.