Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risa nágrannaslagur í Ljónagryfjunni - hvað gera ungu gaurarnir?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 22. janúar 2021 kl. 10:50

Risa nágrannaslagur í Ljónagryfjunni - hvað gera ungu gaurarnir?

Tveir af yngstu leikmönnum Keflvíkinga og Njarðvíkinga vöktu athygli í tveimur fyrstu umferðunum í Domino’s deild karla í körfubolta sem hófst í síðustu viku. Nú mætast þeir í kvöld í fyrsta alvöru nágrannaslagnum á Suðurnesjum eftir að deildin fór í gang að nýju. Keflavík sækir Njarðvík heim í kvöld og verður leikurinn sýndur á Stöð 2 sport. Það verður án efa sérstök stemmning í húsinu án áhorfenda.

Ungir leikmenn í báðum liðum hafa komið á óvart í upphafi árs. Nafnar, tveir Arnórar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingurinn Arnór Sveinsson hefur staðið sig vel í tveimur fyrstu leikjunum en margir hafa beðið eftir að strákur myndi springa út í efstu deild á Íslandi. Hann skoraði 25 stig samtals í leikjunum tveimur, tók slatta af fráköstum og stóð sig mjög vel. Miðað við frammistöðuna er ekki ólíklegt að Arnór fái fleiri tækifæri en hann hefur fengið á síðustu árum en hann er á 21. aldursári.

Hjá Njarðvíkingum átti Jón Arnór Sverrisson stórleik í sigurleik gegn Tindastóli síðasta mánudag. Hann skoraði 25 stig og sýndi allar sínar bestu hliðar, ekki síst í framlengingunni. Þá stóð hann sig líka vel í tapleik gegn Haukum á heimavellli í fyrstu umferðinni eftir að deildin hófst.

Ekki er ólíklegt að fleiri ungir kappar eigi eftir að láta ljós sitt skína í Suðurnesjaliðunum í deildinni framundan. Mörgum þótti það jákvætt á tímum sem útlendingar eru fjölmennir í liðunum. Þeir munu mætast í nágrannaslag liðanna á föstudag.