Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Risa leikir í körfunni í kvöld
Fimmtudagur 26. nóvember 2015 kl. 09:27

Risa leikir í körfunni í kvöld

Grindavík-KR. Keflavík á Krókinn.

Í kvöld fara fram fimm leikir í Domino's deild karla í körfubolta. Suðurnesjaliðin mæta öll til leiks í kvöld og hæst ber að nefna rimmu Grindvíkinga og KR sem fram fer í Grindavík. Með sigri geta Grindvíkingar jafnað þá röndóttu að stigum.

Topplið Keflvíkinga fer norður og mætir Stólunum í Síkinu þar sem vafalaust verður hart barist. Spurning hvort Keflvíkingum takist að halda óslitinni sigurgöngunni áfram á erfiðum útivelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar mæta svo Stjörnunni í Garðabæ í hörkuleik en liðin eru í þriðja og fjórða sæti deildarinnar eins og er.

Leikirnir hefjast klukkan 19:15.

 

Staðan í deildinni