Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ríkuleg uppskera á Íslandsmótinu
Alekasander Jurczak og Dawid May-Majewski unnu tvíliðaleik pilta 13 ára og yngri.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 06:46

Ríkuleg uppskera á Íslandsmótinu

Ungir og efnilegir keppendur Borðtennisfélags Reykjanesbæjar stóðu sig frábærlega á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í borðtennis var haldið í Reykjavík um síðastliðna helgi. Þar sýndu ungir borðtennisspilarar frá BR frábæra frammistöðu og lönduðu fjölmörgum verðlaunum.

Alekasander vann einnig gullverðlaun í einliðaleik pilta 12–13 ára.
Þau Emma Nizianska og Dawid May-Majewski höfnuðu í þriðja sæti í tvenndarkeppni 13 ára og yngri, þá vann Dawid einnig silfur í einliðaleik hnokka 11 ára og yngri.
Snorri Rafn William Davíðsson úr BR var paraður með Darian Adam Róbertssyni Kinghorn úr HK, þeir unnu brons í tvíliðaleik drengja 16–18 ára.
Þá má geta þess að Michal May-Majewski úr BR vann til silfurverðlauna í 1. flokki karla á Íslandsmótinu sem fór fram í byrjun þessa mánaðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024