Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Richotti snýr aftur í Ljónagryfjuna
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 19. október 2022 kl. 09:19

Richotti snýr aftur í Ljónagryfjuna

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við bakvörðinn Nicholas Richotti um að leika með liðinu í Subway-deild karla. Richotti lék með Njarðvík á síðustu leiktíð þegar ljónin urðu VÍS-bikarmeistarar og deildarmeistarar.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Njarðvíkinga en Nico, eins og hann er jafnan kallaður, var með 14,4 stig, 4,4 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Richotti er væntanlegur til landsins á næstu dögum en hann hefur verið við æfingar á Tenerife síðan í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á Facebook-síðu sinni þakkar Richotti Club Baloncesto 1939 Canarias á Tenerife fyrir þann tíma sem hann varði með liðinu en nú sé tími til að snúa aftur til Njarðvíkur þar sem hann komi til með leika annað tímabil sitt með liðinu og sennilega sitt síðasta sem atvinnumaður í körfuknattleik.