Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Rhodes spenntur fyrir að vinna með Óskari
Miðvikudagur 27. apríl 2005 kl. 10:14

Rhodes spenntur fyrir að vinna með Óskari

Andy Rhodes, markmannsþjálfari enska knattspyrnufélagsins Ipswich, segir á vefsíðu stuðningsmanna Ipswich afar spenntur að vinna með hinum 17 ára Óskari Péturssyni markmanni frá Grindavík sem gerði fyrir skömmu tveggja ára samning við Ipswich og fer til félagsins í sumar.

"Ég er virkilega spenntur fyrir því að vinna með Óskari og fá hann í okkar raðir. Hann er mikið efni en hefur ekki fengið sérstaka markmannsþjálfun en hann hefur náttúrulega hæfileika," segir Rhodes á vef stuðningsmanna Ipswich.

Mynd/www.umfg.is - Óskar ásamt fulltrúum Ipswich fyrr í vetur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024