Reynt að hagræða úrslitum í leik Elíasar

-Hárri upphæð lofað gegn því að liðið tapi leiknum

Leik Gautaborgar og AIK, sem átti að fara fram í kvöld, í sænsku úrvaldsdeildinni hefur verið frestað. Reynt hafði verið að hægræða úrslitum leiksins, samkvæmt fotbolti.net.

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson leikur með liði Gautaborgar, en leikmaður AIK var beðinn um að taka þátt í að tapa leiknum viljandi gegn hárri upphæð. Þá segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan rannsaki nú málið.

Elías Már segir í samtali við Víkurfréttir að málið sé í flestum fjölmiðlum Svíþjóðar í augnablikinu. „Leikmaðurinn í AIK gerði allt rétt og lét vita af þessu. Leikurinn verður svo spilaður seinna.“