Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynslusigur í Grafarvogi
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 15:33

Reynslusigur í Grafarvogi

Keflavík sigraði Fjölni í Grafarvogi í gær 93-97 en Fjölnismenn létu Íslandsmeistarana hafa vel fyrir stigunum tveimur. Sigurinn var ekki höfn fyrr en í blálok leiksins og komu þá tvær þriggja stiga körfur frá Arnari Frey og Magnúsi Gunnarssyni að góðum notum.

Heimamenn höfðu yfir í hálfleik 46-41 og leiddu einnig að þriðja leikhluta loknum 69-64. Keflavíkurhraðlestin hrökk í gang í lokafjórðungnum og í stöðunni 95-93 fyrir Keflavík varði Jón N. Hafsteinsson skot frá Lárusi Jónssyni, Magnús Gunnarsson fékk boltann og brotið var á honum. Magnús gerði síðustu stig leiksins og 97-93 sigur Keflvíkinga í höfn.

A.J. Moye gerði 18 stig fyrir Keflavík og Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson gerðu sín 16 stigin hvor. Hjá Fjölni var Fred Hooks með 25 stig og Nemanja Sovic með 22 stig.

Tölfræði leiksins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024