Reynslumikill þjálfari til Grindavíkur
Reynsluboltinn Guðmundur Valur Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindvíkinga í knattspyrnu næsta sumar. Guðmundur Valur hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun um árabil og vonast Grindvíkingar til þess að hann geti hjálpað liðinu að ná sæti í efstu deild, en í fyrra var liðið hársbreidd frá því að ná þeim áfanga.
Guðmundur hefur þjálfað karla- og kvennalið Grindvíkinga áður, ásamt því að þjálfa karlalið KA og kvennalið Hauka á ferli sínum.