Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Reynslumikill þjálfari til Grindavíkur
Guðmundur Pálsson formaður kvennaráðs og Guðmundur Valur Sigurðsson handsala samninginn. Frétt og mynd af Grindavík.is.
Þriðjudagur 12. janúar 2016 kl. 10:12

Reynslumikill þjálfari til Grindavíkur

Reynsluboltinn Guðmundur Valur Sigurðsson mun þjálfa kvennalið Grindvíkinga í knattspyrnu næsta sumar. Guðmundur Valur hefur verið viðloðandi knattspyrnuþjálfun um árabil og vonast Grindvíkingar til þess að hann geti hjálpað liðinu að ná sæti í efstu deild, en í fyrra var liðið hársbreidd frá því að ná þeim áfanga.

Guðmundur hefur þjálfað karla- og kvennalið Grindvíkinga áður, ásamt því að þjálfa karlalið KA og kvennalið Hauka á ferli sínum.

 

Dubliner
Dubliner